Hjólað í vinnuna hefst 2. maí 2018
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur í sextánda skiptið fyrir Hjólað í vinnuna , heilbrigðri vinnustaðakeppni um allt land, dagana 2. – 22. maí 2018. Landsmenn hafa tekið átakinu gríðarlega vel og hefur verið aukning ár frá ári. Þá má merkja að hjólreiðar allt árið hafa aukist til muna síðan að verkefnið hófst fyrir tólf árum. Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.
Meðan á átakinu stendur er skráningarleikur í gangi þar sem allir þátttakendur fara sjálfkrafa í pott og eiga möguleika á að vera dregnir út í Popplandi á Rás 2 alla virka daga. Einnig verður í gangi myndaleikur á Instagram, Facebook og á heimasíðunni þar sem fólk er hvatt til að taka skemmtilegar myndir af þátttöku sinni í verkefninu og merkja myndina með #hjoladivinnuna, með því gætu þátttakendur unnið veglega vinninga.
Nánari upplýsingar um Hjólað í vinnuna er að finna á heimasíðunni www.hjoladivinnuna.is og einnig er hægt að senda fyrirspurnir á hjoladivinnuna@isi.is.