Af hverju hreyfingu?

Rannsóknir staðfesta fjölþætt gildi hreyfingar fyrir almenna heilsu og vellíðan og sem forvörn og meðferð flestra þeirra langvinnu sjúkdóma og heilsufarskvilla sem leggjast hvað þyngst á íslenskt samfélag. Ávinningur reglulegrar hreyfingar afmarkast þannig ekki við að halda holdafarinu skefjum heldur er mun margþættari en svo eins og sjá má dæmi um í töflunni hér að neðan.

Umfram allt veitir hreyfing aukinn líkamlegan og andlegan styrk til að takast á við dagleg verkefni, spornar gegn streitu og stuðlar að betri svefni hvíld.

Börn og ungt fólk

  • Betra þol og vöðvastyrkur
  • Betri beinheilsa
  • Stuðlar að heilsusamlegra holdafari
  • Minni einkenni kvíða og þunglyndis

Fullorðnir og roskið fólk:

  • Betri líkamshreysti s.s. þol og vöðvastyrkur
  • Betri svefn
  • Minni hætta á ótímabærum dauða
  • Minni hætta á kransæðasjúkdómum, heilablóðfalli og háþrýstingi
  • Minni hætta á sykursýki af tegund 2 Stuðlar að heilsusamlegu holdafari
  • Minni hætta á efnaskiptavillu
  • Minni hætta á sumum krabbameinum t.d. ristil- og brjóstakrabbameini
  • Betri færni, vitsmunaleg geta og minni hætta á föllum og mjaðmabrotum hjá rosknu fólki
  • Aukin beinþéttni
  • Minni einkenni þunglyndis

Heimildir:
1. Professional Associations for Physical Activity. (2010). Physical Activity in the Prevention and Treatment of Disease.
2. The Physical Activity Guidelines Advisory Committee. (2008). Physical Activity Guidelines Advisory Committee Report.